Erlent

Hörð gagnrýni á Tony Blair

Charles Clarke
Charles Clarke

Charles Clarke, fyrrverandi innanríkisráðherra Tony Blair, gagnrýndi fyrrverandi samherja sinn harkalega í gær og sagði hann hafa misst sjónar á þeim stefnumálum og markmiðum sem Verkamannaflokkurinn hefði áður staðið fyrir. Gagnrýnin kemur í kjölfar slæmrar útreiðar Verkamannaflokksins í skoðanakönnun í vikunni.

Undir rós fylgdi þessari gagnrýni áskorun um að Blair leiddi flokkinn áfram til ársins 2008, en Blair íhugar að segja af sér á kjörtímabilinu. Clarke lét hafa eftir sér að til þess að Blair nái aftur áttum, og klári þau mál sem flokkurinn fékk kosningu til að framfylgja, væri heilladrýgst að hann sæti áfram við stjórnvölinn enn um sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×