Erlent

Pútín hefnir fyrir morð rússneskra sendifulltrúa

Pútín skálar í veislu fyrir útskriftarnema úr herskólum Rússa í dag
Pútín skálar í veislu fyrir útskriftarnema úr herskólum Rússa í dag MYND/AP
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur skipað öryggislögreglu landsins að hafa upp á morðingjum fjögurra Rússa sem rænt var í Írak. Forsetinn hefur, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax, skipað lögreglumönnunum að myrða þá. Rússunum, sem voru sendifulltrúar í Bagdad, var rænt fyrir mánuði síðan og í þessari viku birti hópur, tengdur al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum, myndbandsupptöku á vefnum sem sýnir morð þriggja þeirra. Rússar hafa staðfest að mennirnir fjórir hafi allir verið myrtir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×