Innlent

Skattleysismörk hækka um 14%

Tekjuskattur lækkar um eitt prósent 1. janúar 2007 og verður 22,75 prósent. Þetta kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í gær.

Persónuafslátturinn hækkar um leið um 35 þúsund krónur á ári. Þá hækka skattleysismörk úr 79 þúsund krónum í 90 þúsund krónur á mánuði, eða um fjórtán prósent.

Barnabætur verða greiddar með börnum til átján ára aldurs frá og með næsta ári og aukast útgjöld ríkissjóðs vegna þeirra um tuttugu prósent.

Tryggingagjald lækkar um 0,45 prósent á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×