Innlent

KB banki spáir minni þjóðarútgjöldum og lækkandi verðbólgu

Greiningardeild KB banka spáir því að þjóðarútgjöld muni dragast verulega saman á næstu tveim árum.

Greiningardeildin spáir einnig að verg landsframleiðsla muni dragast saman um 0,2 prósent á næsta ári, en að hagvöxtur verði 3,1 prósent árið 2008.

Bankinn býst við mjúkri lendingu í þeim skilningi að gríðarlegt hagvaxtarskeið síðustu þriggja ára hefni sín ekki nema í fremur vægum samdrætti.

Líklegast er talið að samdráttur í landsframleiðslu muni hafa mest áhrif á höfuðborgarsvæðinu og þar gæti framboð á störfum minnkað töluvert. Raunstýrivextir gætu hækkað í 7-8 prósent og það muni leggjast þungt á atvinnulíf og húsnæðismarkað.

Greiningardeild KB banka telur yfirgnæfandi líkur á því að gengi krónunnar muni taka dýfu á næstu tólf mánuðum, en að verðbólga muni ganga fremur hratt niður á næsta ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×