Innlent

Stórslys í Laxá í Leirársveit

Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir stórslys hafa orðið í Laxá í Leirársveit vegna lagningar hitaveitu efst í ánni. Starfsmenn Hitaveitu Hvalfjarðar segjast vera vinna verk sem þeim var falið og fyrir því séu leyfi.

Hitaveita Hvalfjarðar hefur unnið að lagningu stærri hitaveitulagnar yfir Laxá í Leirársveit til að anna mikilli heitavatnsnotkun sumarbústaða á landi Kambshóls í Svínadal.

Reynir Ásgeirsson hjá hitaveitunni segist hafa öll tilskilin leyfi til verksins og skilur ekki lætin vegna þessa. Sigurður Guðjónsson, fiskifærðingur hjá Veiðimálastofnun, segir ánna hafa verið stíflað um tíma í gær og slíkt mjög slæmt fyrir lífríki árinnar en á þessum slóðum sé mikill seiðabúsapur laxins en áin er með betri laxveiðiám landsins. Sigurður segir að vinnubrögð hefðu þurft að vera örðuvísi við koma heitavatnslögninni fyrir.

Hversu mikið lífríki árinnar hefur raskast kemur í ljós þegar fiskifræðingar komast til að rannsaka ána en það verður ekki hægt fyrr en framkvæmdum er lokið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×