Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni.
Nýlegar fregnir herma að innan skamms verði sagt upp allt að 6.00 manns á skrifstofum fyrirtækisins til viðbótar.
Ford tapaði 123 milljónum bandaríkjadala eða rúmlega 8,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi.