Innlent

Fluttur með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu

MYND/Pjetur

Þrír slösuðust þegar fólksbíll valt á malarvegi skammt frá Flúðum í nótt. Ökumaðurinn, sem er innan við tvítugt, var ekki í bílbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Pilturinn var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi og gekkst hann undir aðgerð nú í morgun. Tveir farþegar sem voru í bílnum slösuðust minna en þeir voru báðir í bílbelti. Tildrög slyssins eru óljós.

Önnur bílvelta varð við Fossnes í Þjórsárdal seint í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á jeppabifreið sinni í lausamöl í vegkanti. Ökumaður var einn í bílnum og slapp hann með minniháttar meiðsl, en hann var í bílbelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×