Viðskipti erlent

Hráolíuverð hækkar

Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum.
Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 33 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 64,37 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði hins vegar um 35 sent og fór í 63,34 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu fór niður í 62,99 dali á tunnu í gær og í 62,79 á þriðjudag en slíkt olíuverð hefur ekki sést síðan seint í mars á þessu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×