Innlent

Samgönguvika í borginni hefst á morgun

MYND/Valgarður

Reykjavíkurborg tekur nú þátt í Evrópsku Samgönguvikunni fjórða árið í röð og verður hún sett formlega á morgun. Þema Samgönguvikunnar í ár er loftslagsbreytingar og og lögð verður áhersla á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Meðal þess sem boðið verður upp á samgönguvikunni eru hjólalestir sem leggja af stað úr úthverfum borgarinnar og hjóla niður í Hljómsskálagarð á laugardag. Þá verður boðið upp á hádegisfundi og málþing um samgöngu- og loftlagsmál alla næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×