Innlent

Íslenska óperan kynnir glæsilega vetrardagskrá

Öskubuska var meðal sýninga hjá Íslensku óperunni síðastliðinn vetur.
Öskubuska var meðal sýninga hjá Íslensku óperunni síðastliðinn vetur. Mynd/Stefán

Ein viðamesta dagskrá Íslensku óperunnar frá upphafi var kynnt í dag. Íslenska óperumenningin er í blóma um þessar mundir og áhorfendur munu ekki fara varhluta af henni í vetur.

Íslenska óperumenningin er í mikilli sókn um þessar mundir. Meðal sýninga í haust má nefna Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart og Skuggaleikur, sem er ný íslensk ópera eftir Sjón og Karólínu Eiríksdóttur. Á vormánuðum hefst dagskráin á Öðruvísi vínartónleikum með Kammersveitinni Ísafold og í byrjun febrúar sýnir Óperan The Rake´s progress eftir Stravinsky, svo fátt eitt sé nefnt. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að staða óperunnar sé betri nú en oft áður og það skili sér á fjalirnar. Hann segir að ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Íslensku óperunni í vetur enda sé það markmið Íslensku óperunnar að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk á öllum aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×