Innlent

Actavis fær viðvörun í Bandaríkjunum

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur veitt Actavis viðvörun eftir að hafa skoðaðað tiltekna þætti í starfsemi þess í Little Falls New Jersey.

Viðvörunin snýr annars vegar að tilkynningarskyldu Actavis vegna aukaverkana lyfja sem fyrirtækið framleiðir og hins vegar er gerð athugasemd við markaðsstöðu nokkurra lyfja sem voru upphaflega sett á markað áður en núgildandi reglur um skráningu nýrra samheitalyfja komu til framkvæmda. Í tilkynningu frá Actavis segir að félagið hafi brugðist hratt við athugasemdunum og muni leitast við að eiga góða samvinnu við stofnunina. Viðvörunin hafi engin áhrif á núverandi framleiðslu en ekki er búist við því að ný lyf verði markaðssett frá verksmiðjunni þar til brugðist hefur verið við athugasemdunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×