Innlent

Buðu upp á fiskisúpu á Laugarveginum

Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti dagskrá hátíðarinnar á blaðamannafundi fyrir skömmu.
Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti dagskrá hátíðarinnar á blaðamannafundi fyrir skömmu. Mynd/Heiða

Það skapaðist heldur óvenjuleg stemming við Laugarveginn í dag þegar félagar í Klúbbi matreiðslumanna hófu að bjóða vegfarendum fiskisúpu.

Fiskisúpan féll vel í kramið hjá vegfarendum en alls var boðið upp á fimm mismunandi fiskisúpur við veitingastaðina Vín og skel, Hereford steikhús, Caruso, Lækjarbrekku og Apótek.

Þetta uppátæki kokkanna markar upphafið af Fiskirí, matarhátíð sem hefst á morgun þar sem aðaláherslur verða lagðar á fiskmeti og annað sjávarfang. Alls taka 80 veitingastaðir vítt og breitt og landið þátt í hátíðinni, og munu þeir bjóða upp á úrval fiskirétta á matseðlum sínum um helgina.

Súpugangan endaði svo á Lækjartorgi þar sem bláskel var grilluð á báli en íslenskt hey var eldiviðurinn. Sjávarútvegsráðherra lét ekki sitt eftir liggja og gæddi sér á þessum nýja íslenska rétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×