Bíó og sjónvarp

Börn hlutskörpust

Kvikmyndin Börn er tilnefnd til átta Eddu-verðlauna.
Kvikmyndin Börn er tilnefnd til átta Eddu-verðlauna.

Kvikmyndin Börn hlaut alls átta tilnefningar til Eddu-verðlaunanna, sem verða afhent við hátíðlega athöfn þann 19. nóvember á Hótel Nordica.

Var hún m.a. tilnefnd sem besta myndin og fyrir frammistöðu þeirra Gísla Arnar Garðarssonar, Nínu Daggar Filippusdóttur og Ólafs Darra Ólafssonar í aðalhlutverkum. Einnig var Ragnar Bragason tilnefndur sem besti leikstjórinn.

Aðrar myndir sem voru tilnefndar í flokknum kvikmynd ársins voru Mýrin og Blóðbönd. Fékk Mýrin alls fimm tilnefningar en Blóðbönd fjórar.

Í flokknum sjónvarpsþáttur ársins voru fimm þættir tilnefndir: Fyrstu skrefin, Græna herbergið, Innlit/Útlit, Kompás og Sjálfstætt fólk. Í flokknum leikið sjónvarpsefni voru tilefnd: Allir litir hafsins eru kaldir, Sigtið og Stelpurnar og í flokknum skemmtiþáttur ársins voru tilnefndir þáttur Jóns Ólafsonar, KF Nörd og Strákarnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.