Fífl og heimskingi 3. nóvember 2006 05:00 Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun