Innlent

Útlendingum fjölgar

Erlendum félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Akraness hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. Þeir eru nú um 200 talsins eða um níu prósent af fullgildum félagsmönnum. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélagsins. Langflestir af erlendu starfsmönnunum koma frá Póllandi, eða um 120 manns.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sennilega séu fleiri erlendir menn að starfa á félagssvæðinu en þeir séu bara ekki tilkynntir til Vinnumálastofnunar og því ekki vitað um þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×