Innlent

Slagsmál í flugstöðinni í Eyjum

Úr Vestmannaeyjum
Úr Vestmannaeyjum MYND/Haraldur Jónasson

Lögreglan í Vestmannaeyjum fjarlægði tvo menn úr flugstöðinni þar í vikunni sem leið. Þeim hafði verið meinað að fara með flugvél Flugfélags Íslands til Reykjavíkur vegna ölvunar, en orðið ósáttir við það. Handalögmál upphófust þá á milli starfsmanna Flugfélags Íslands og mannanna, þar til lögreglan skakkaði leikinn.

 

Lögreglan í Eyjum segir á lögregluvefnum, að vegavísir á gatnamótum Vestmannabrautar og Bárustígar hafi verið skemmdur, og þar sem ekki liggur fyrir hver þarna var að verki óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim sem geta bent á þann sem olli þessum skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×