Innlent

Sameiginleg kynning á norrænum mat

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Norræn matvæli verða í sviðsljósinu í verkefni sem Norræna ráðherranefndin er að hleypa af stokkunum. Markmiðið er að breiða út þekkingu á hráefnum og tilbúnum matvælum frá Norðurlöndum á matar- og ferðaþjónustumarkaði.

Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið að ýta úr vör verkefni undir fyrirsögninni "Ný norræn matvæli" til að efla þekkingu á hráefnum til matvælaframleiðslu og vekja athygli á norrænni matarmenningu.

Verkefnið miðar að því að Norðurlönd kynni sig með þeirri sérstöðu sem þau hafa í matarhefðum og matarmenningu og sem heimshluti þar sem framleiddur er einfaldur, öruggur og góður matur. Með þessu er leitast við að styrkja stöðu Norðurlanda á alþjóðlegum matar- og ferðaþjónustumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×