Innlent

Fljúga beint til Bandaríkjanna

Golf á Grænlandi Aðeins rúmlega 30 þúsund ferðamenn heimsækja Grænland heim á ári hverju.
Golf á Grænlandi Aðeins rúmlega 30 þúsund ferðamenn heimsækja Grænland heim á ári hverju. MYND/nordicphotos/getty Images

Flugfélag Íslands mun að líkindum missa spón úr aski sínum á næsta ári þegar Grænlandsflug mun hefja reglubundin áætlunarflug milli Grænlands og Bandaríkjanna.

Hingað til hafa áhugasamir þurft að fljúga frá Íslandi eða Danmörku til að komast til landsins en með þessu vonast grænlensk stjórnvöld til þess að auka ferðamannastraum til þessarar stærstu eyju heims. Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu og markaðsstjóri Flugfélags Íslands, sagði ekki ólíklegt að beinar ferðir Grænlandsflugs hefðu áhrif en of snemmt væri að spá fyrir um hversu mikil áhrifin yrðu. Grænlandsflug er þekkt fyrir að vera nokkuð dýrt og við verðum allavega vel samkeppnisfær þegar að þessu kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×