Innlent

Vilja umhverfismat mun fyrr

Þeistareykir Þingflokkur Vinstri grænna mótmælir stórfelldu jarðraski á viðkvæmum landsvæðum vegna rannsóknarborana án þess að næg umræða hafi farið fram um áhrif þeirra.
Þeistareykir Þingflokkur Vinstri grænna mótmælir stórfelldu jarðraski á viðkvæmum landsvæðum vegna rannsóknarborana án þess að næg umræða hafi farið fram um áhrif þeirra.

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun mála í rannsóknar- og nýtingarleyfum til virkjana í vatnsafli og jarðvarma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flokknum sem blaðinu barst í gær.

Svandís Svavarsdóttir, sem skrifar undir yfirlýsinguna sem framkvæmdastjóri flokksins, segir að mönnum bregði í brún þegar stórfellt jarðrask sé hafið á viðkvæmum landsvæðum án þess að næg umræða hafi farið fram um áhrif rannsóknaborana. Hún segir flokkinn vilja að mat á umhverfisáhrifum hefjist fyrr en nú sé áskilið, þannig að allt ferlið verði matsskylt, líka rannsóknarstigið. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um rannsóknarboranir Landsvirkjunar í Suður-Þingeyjarsýslu.

Bjarni Pálsson, verkfræðingur Landsvirkjunar, segir jarðrask af völdum könnunarborana við Þeista­reyki nánast ekkert og reynt sé eftir fremsta megni að afmá ummerki um rannsóknarboranir þegar svæðið sé yfirgefið.

Bjarni segir svæðið á Þeista­reykjum ekki hafa verið matsskylt, en á boranasvæðinu við Kröflu hafi farið fram ítarlegt umhverfismat áður en rannsóknarboranir hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×