Innlent

Spörkuðu í liggjandi menn

Borgarnes Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á tvo menn, annan í sameiningu, fyrir utan skemmtistað í Borgarnesi.
Borgarnes Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á tvo menn, annan í sameiningu, fyrir utan skemmtistað í Borgarnesi.

Tveir menn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir grófar líkamsárásir í apríl í fyrra. Annar mannanna er einnig ákærður fyrir tvö fíkniefnabrot.

Öðrum manninum er gefið að sök að hafa veist að rúmlega þrítugum karlmanni í Borgarnesi aðfaranótt 17. apríl og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá á jörðinni með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðaraugu og skurð á enni. Þá er hann sakaður um að hafa slegið annan mann í andlitið á sama stað sama kvöld þannig að hann féll í jörðina.

Hinn er ákærður fyrir að hafa þá ráðist að þeim fallna og sparkað í andlit hans með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa haft um tvö grömm af kókaíni og tæpan millilítra af kókaíni í fljótandi formi í vörslu sinni umrætt kvöld. Þá er hann enn fremur ákærður fyrir að hafa reynt að taka á móti tveimur grömmum af kókaíni sem falin voru í sendingu til hans þegar hann dvaldi í ríkisfangelsinu á Akureyri tveimur vikum áður.

Sá sem missti tennurnar í árás mannanna fer fram á tæpar sex hundruð þúsund krónur í skaðabætur. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×