Átta ára börn send til einkaþjálfara 28. júlí 2006 07:30 á æfingu í laugum Björn Leifsson, eigandi World Class, segist ekki verða sérstaklega var við að foreldrar séu að senda mjög ung börn í einkaþjálfun hjá einkaþjálfurum sem starfi í líkamsræktarstöðvum World Class. MYND/GVA Heilbrigðismál „Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að senda unga krakka í einkaþjálfun ef um fagmenntað starfsfólk er að ræða en sé það gert á öðrum forsendum en til að styrkja heilbrigði þá er það vandamál,“ segir Pálmar Hreinsson, einkaþjálfari og verkefnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Heimildir Fréttablaðsins herma að ungmenni allt niður í átta ára gömul fari reglulega til einkaþjálfara, mörg hver vegna offituvandamála, en einnig séu dæmi um að börnin séu þangað send á öðrum forsendum. Kemur það fagfólki í stéttinni ekki á óvart en margir þeir sem titla sig einkaþjálfara hafa enga formlega menntun og taka á móti hverjum sem til þeirra sækir. Er vitað um minnst eitt dæmi þess að mjög ung stúlka sem æfði undir stjórn eins slíks fékk afhenta stóra skammta af svokölluðu Ripped Fuel, fæðubótarefninu sem fjölmargir nota þrátt fyrir sala þess sé ólögleg hér á landi. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun og ekki að ástæðulausu. Almenn sé miðað við sextán ára aldurstakmark en gefið sé leyfi niður að fjórtán ára aldri óski foreldrar þess sérstaklega. Sé um yngra fólk að ræða sé gerð krafa um að foreldrar séu sjálfir viðstaddir. „Meðalaldur þeirra sem leita til einkaþjálfara fer hægt og bítandi lækkandi en það er ekki algengt að krakkar mikið undir fjórtán ára aldri sæki slíkt og ég verð ekki mikið var við að foreldar séu sérstaklega að senda svo unga krakka í slíka þjálfun.“ Magni Fannberg, faglærður einkaþjálfari í Sporthúsinu, tekur undir og segir ekki algengt að ungir krakkar sæki slíka tíma en vissulega þekkist þess dæmi. „Foreldrar margir hverjir gera óraunhæfar kröfur og ég hef verið beðinn um að taka að mér unga krakka og koma þeim í form á sem skemmstum tíma. Það eru engar kraftaverkalausnir í þessu eins og margir virðast halda og það sama gildir um yngra fólkið og það fullorðna að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa fyrir því að komast í gott form.“ Innlent Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Heilbrigðismál „Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að senda unga krakka í einkaþjálfun ef um fagmenntað starfsfólk er að ræða en sé það gert á öðrum forsendum en til að styrkja heilbrigði þá er það vandamál,“ segir Pálmar Hreinsson, einkaþjálfari og verkefnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Heimildir Fréttablaðsins herma að ungmenni allt niður í átta ára gömul fari reglulega til einkaþjálfara, mörg hver vegna offituvandamála, en einnig séu dæmi um að börnin séu þangað send á öðrum forsendum. Kemur það fagfólki í stéttinni ekki á óvart en margir þeir sem titla sig einkaþjálfara hafa enga formlega menntun og taka á móti hverjum sem til þeirra sækir. Er vitað um minnst eitt dæmi þess að mjög ung stúlka sem æfði undir stjórn eins slíks fékk afhenta stóra skammta af svokölluðu Ripped Fuel, fæðubótarefninu sem fjölmargir nota þrátt fyrir sala þess sé ólögleg hér á landi. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun og ekki að ástæðulausu. Almenn sé miðað við sextán ára aldurstakmark en gefið sé leyfi niður að fjórtán ára aldri óski foreldrar þess sérstaklega. Sé um yngra fólk að ræða sé gerð krafa um að foreldrar séu sjálfir viðstaddir. „Meðalaldur þeirra sem leita til einkaþjálfara fer hægt og bítandi lækkandi en það er ekki algengt að krakkar mikið undir fjórtán ára aldri sæki slíkt og ég verð ekki mikið var við að foreldar séu sérstaklega að senda svo unga krakka í slíka þjálfun.“ Magni Fannberg, faglærður einkaþjálfari í Sporthúsinu, tekur undir og segir ekki algengt að ungir krakkar sæki slíka tíma en vissulega þekkist þess dæmi. „Foreldrar margir hverjir gera óraunhæfar kröfur og ég hef verið beðinn um að taka að mér unga krakka og koma þeim í form á sem skemmstum tíma. Það eru engar kraftaverkalausnir í þessu eins og margir virðast halda og það sama gildir um yngra fólkið og það fullorðna að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa fyrir því að komast í gott form.“
Innlent Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira