Átta ára börn send til einkaþjálfara 28. júlí 2006 07:30 á æfingu í laugum Björn Leifsson, eigandi World Class, segist ekki verða sérstaklega var við að foreldrar séu að senda mjög ung börn í einkaþjálfun hjá einkaþjálfurum sem starfi í líkamsræktarstöðvum World Class. MYND/GVA Heilbrigðismál „Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að senda unga krakka í einkaþjálfun ef um fagmenntað starfsfólk er að ræða en sé það gert á öðrum forsendum en til að styrkja heilbrigði þá er það vandamál,“ segir Pálmar Hreinsson, einkaþjálfari og verkefnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Heimildir Fréttablaðsins herma að ungmenni allt niður í átta ára gömul fari reglulega til einkaþjálfara, mörg hver vegna offituvandamála, en einnig séu dæmi um að börnin séu þangað send á öðrum forsendum. Kemur það fagfólki í stéttinni ekki á óvart en margir þeir sem titla sig einkaþjálfara hafa enga formlega menntun og taka á móti hverjum sem til þeirra sækir. Er vitað um minnst eitt dæmi þess að mjög ung stúlka sem æfði undir stjórn eins slíks fékk afhenta stóra skammta af svokölluðu Ripped Fuel, fæðubótarefninu sem fjölmargir nota þrátt fyrir sala þess sé ólögleg hér á landi. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun og ekki að ástæðulausu. Almenn sé miðað við sextán ára aldurstakmark en gefið sé leyfi niður að fjórtán ára aldri óski foreldrar þess sérstaklega. Sé um yngra fólk að ræða sé gerð krafa um að foreldrar séu sjálfir viðstaddir. „Meðalaldur þeirra sem leita til einkaþjálfara fer hægt og bítandi lækkandi en það er ekki algengt að krakkar mikið undir fjórtán ára aldri sæki slíkt og ég verð ekki mikið var við að foreldar séu sérstaklega að senda svo unga krakka í slíka þjálfun.“ Magni Fannberg, faglærður einkaþjálfari í Sporthúsinu, tekur undir og segir ekki algengt að ungir krakkar sæki slíka tíma en vissulega þekkist þess dæmi. „Foreldrar margir hverjir gera óraunhæfar kröfur og ég hef verið beðinn um að taka að mér unga krakka og koma þeim í form á sem skemmstum tíma. Það eru engar kraftaverkalausnir í þessu eins og margir virðast halda og það sama gildir um yngra fólkið og það fullorðna að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa fyrir því að komast í gott form.“ Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heilbrigðismál „Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að senda unga krakka í einkaþjálfun ef um fagmenntað starfsfólk er að ræða en sé það gert á öðrum forsendum en til að styrkja heilbrigði þá er það vandamál,“ segir Pálmar Hreinsson, einkaþjálfari og verkefnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Heimildir Fréttablaðsins herma að ungmenni allt niður í átta ára gömul fari reglulega til einkaþjálfara, mörg hver vegna offituvandamála, en einnig séu dæmi um að börnin séu þangað send á öðrum forsendum. Kemur það fagfólki í stéttinni ekki á óvart en margir þeir sem titla sig einkaþjálfara hafa enga formlega menntun og taka á móti hverjum sem til þeirra sækir. Er vitað um minnst eitt dæmi þess að mjög ung stúlka sem æfði undir stjórn eins slíks fékk afhenta stóra skammta af svokölluðu Ripped Fuel, fæðubótarefninu sem fjölmargir nota þrátt fyrir sala þess sé ólögleg hér á landi. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun og ekki að ástæðulausu. Almenn sé miðað við sextán ára aldurstakmark en gefið sé leyfi niður að fjórtán ára aldri óski foreldrar þess sérstaklega. Sé um yngra fólk að ræða sé gerð krafa um að foreldrar séu sjálfir viðstaddir. „Meðalaldur þeirra sem leita til einkaþjálfara fer hægt og bítandi lækkandi en það er ekki algengt að krakkar mikið undir fjórtán ára aldri sæki slíkt og ég verð ekki mikið var við að foreldar séu sérstaklega að senda svo unga krakka í slíka þjálfun.“ Magni Fannberg, faglærður einkaþjálfari í Sporthúsinu, tekur undir og segir ekki algengt að ungir krakkar sæki slíka tíma en vissulega þekkist þess dæmi. „Foreldrar margir hverjir gera óraunhæfar kröfur og ég hef verið beðinn um að taka að mér unga krakka og koma þeim í form á sem skemmstum tíma. Það eru engar kraftaverkalausnir í þessu eins og margir virðast halda og það sama gildir um yngra fólkið og það fullorðna að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa fyrir því að komast í gott form.“
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira