Innlent

Íhugar þingframboð

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sest á skólabekk í Háskóla Íslands í haust.

Ég ætla í meistaranám í opinberri stjórnsýslu, sagði Steinunn Valdís Hún tekur námið samhliða vinnu sinni í borgarstjórn en hún situr í borgarráði og framkvæmdaráði fyrir flokk sinn. Þá situr hún í stjórn Landsvirkjunar.

Steinunn Valdís hefur verið orðuð við þingframboð í vor en segist ekkert hafa ákveðið í þeim efnum. Ég er oft spurð út í þetta og ætla að velta málinu fyrir mér á skólabekk í vetur, segir hún og bætir við að hún telji hollt fyrir fólk að fara í skóla og endurnýja sjálft sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×