Mannskaði ef eldur brýst út 28. júlí 2006 07:45 Stórflutningar um Hvalfjarðargöng Eldsneytisflutningabílar mega einungis fara gegnum göngin á ákveðnum tímum dags, en slökkviliðsstjóri telur það mikla mildi að ekki hafi orðið slys. Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. „Enginn hættir sér inn í göngin ef þar brenna þrjátíu þúsund lítrar af bensíni, bíllinn yrði látinn brenna,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. „Það er ólíklegt að aðrir bílar gætu forðað sér, þarna yrði mannskaði. Reykurinn færi á tveggja metra hraða á sekúndu um göngin, bílar virkuðu ekki og allt yrði súrefnislaust. Við mundum ekki fórna fleiri mannslífum fyrir færri.“ Í viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga segir að nær útilokað sé fyrir slökkviliðið að slökkva eld í venjulegum vöruflutningabíl. Ef um eldsneytisflutningabíl er að ræða gæti bruninn valdið hrunhættu úr bergi vegna mikils hita. Bjarni segir einnig marga vörubílstjóra ekki hafa hugmynd um hvað þeir eru að flytja í bílunum. „Þeir gætu verið að flytja klór eða rafgeyma, en þetta er aldrei skoðað,“ segir Bjarni. „Hér fara í gegn hjá okkur að jafnaði um tveir stórir bílar með flugvélaeldsneyti til Akureyrar í hverri viku og það er einungis Guði og lukkunni fyrir að þakka að ekki hefur farið illa.“ Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir því við Umferðarstofu að athugun fari fram á hættu við að flytja eldsneyti um Hvalfjarðargöng. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu í haust. Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. „Enginn hættir sér inn í göngin ef þar brenna þrjátíu þúsund lítrar af bensíni, bíllinn yrði látinn brenna,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. „Það er ólíklegt að aðrir bílar gætu forðað sér, þarna yrði mannskaði. Reykurinn færi á tveggja metra hraða á sekúndu um göngin, bílar virkuðu ekki og allt yrði súrefnislaust. Við mundum ekki fórna fleiri mannslífum fyrir færri.“ Í viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga segir að nær útilokað sé fyrir slökkviliðið að slökkva eld í venjulegum vöruflutningabíl. Ef um eldsneytisflutningabíl er að ræða gæti bruninn valdið hrunhættu úr bergi vegna mikils hita. Bjarni segir einnig marga vörubílstjóra ekki hafa hugmynd um hvað þeir eru að flytja í bílunum. „Þeir gætu verið að flytja klór eða rafgeyma, en þetta er aldrei skoðað,“ segir Bjarni. „Hér fara í gegn hjá okkur að jafnaði um tveir stórir bílar með flugvélaeldsneyti til Akureyrar í hverri viku og það er einungis Guði og lukkunni fyrir að þakka að ekki hefur farið illa.“ Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir því við Umferðarstofu að athugun fari fram á hættu við að flytja eldsneyti um Hvalfjarðargöng. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu í haust.
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira