Innlent

Mældist á 165 km hraða

Mynd/Vísir

Vélhjólamaður mældist á 165 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Smáralind í gærkvöldi, þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Hann virti stöðvunarmerki Kópavogslögreglunnar að vettugi, sem reyndi ekki einu sinni að veita honum eftirför, heldur hafði samband við lögregluna í Hanfarfirði um að gera honum fyrirsát. Það var um seinan, enda bar manninn hratt yfir, en grunur leikur á hver hann er. Upp úr miðnætti stöðvaði Reykjavíkurlögreglan svo tvo vélhjólamenn með stuttu millibili á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er sextíu. Annar var á tæplega 150 kólómetar hraða og var hann sviftur ökuréttindum á staðnum, en hinn var á rúmlega 140 kólómetra hraða og fær háar fjársektir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×