Innlent

Hlægilegar ásakanir

Að vera eða vera ekki feta, er það sem hin sér íslenka feta deila virðist snúast um. NFS hitti Ólaf Magnússon, forstjóra Mjólku, í Nettó í Kópavogi. Ólafur gefur lítið fyrir ásakanir Osta og Smjörsölunnar um að mjólka framleiði eftirlíkingar...

Ólafur tekur dæmi um annars konar vörur frá mismunandi aðilum sem líti þó svipað út.

Osta og Smjörsalan íhugar að krefjast lögbanns á Feta osti mjólku. Ólafur segir réttinn þeirra megin. Osta og smjörsalan sé sjálf að stela Feta nafninu sem sé löglega í eigu Grikkja.

Engin lausn virðist í sjónmáli í hinni harðvítugu deilu. Á endanum virðist málið snúast um sjálft nafnið Feta -- þar standi hnífurinn í kúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×