Erlent

Komst á loft

MYND/AP

Brot af einangrunarfroðu féllu af eldsneytistanki Discovery geimferjunnar nokkrum mínútum eftir að hún fór á loft í gærkvöldi. Að sögn talsmanns bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA eru brotin ekki talið það stór að þau geti valdið skemmdum á geimferjunni. Geimskotið í gær er það fyrsta á þessu ári og aðeins annað skot frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Fresta þurfti skoti Discovery tvívegis um helgina vegna veðurs og í raun var óvíst hvort hægt yrði að skjóta geimflauginni á loft í gær þegar sprunga fannst í einangrun á ytri eldsneytisgeymi geimflaugarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×