Sport

Gæðingafimi - Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Næsta mót fer fram næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. apríl í Ölfushöll. Keppt verður í Gæðingafimi. Gæðingafimi er grein með frjálsum æfingum og kallar á alla kosti íslenska gæðingsins til hámarks einkunnar. Sýningin er frjáls innan tímamarka sem eru 3 til 4 mínútur. Knapinn getur blandað saman atriðum úr öllum íþróttagreinum hestamennskunnar og þar að auki bætt við sýninguna aðfallandi tónlist og nýjungum.

Engin keppnisgrein hefur jafn óbundið form og fáar gefa betra tækifæri til glæstra samskipta manns og hests. Gæðingafimi er keppni í reiðlist.

Eins og sést á ráslistanum er hestakosturinn mjög sterkur.

Minnt er á forsölu aðgöngumiða í verslunum Hesta og mann og Líflands á Lynghálsi, miðaverð er kr. 800 í forsölu, en kr. 1.000 við innganginn.

Dagskrá og ráslistar sjá nánar á www.hestafrettir.is

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×