Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í hádeginu fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er, -að sögn frambjóðenda flokksins, -að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar.
Sjálfstæðismenn kynntu líka niðurstöður viðhörfskönnunar sem bendir mjög eindregið til þess að borgarbúar vilji eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Þessi niðurstaða kom ekki á óvart segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti flokksins, -heldur frekar hversu afgerandi hún var, en um 95 Reykvíkinga vilja meiri fjölskyldutíma.