Leik Sevilla og Barcelona í spænsku deildinni sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna vatnselgs á vellinum. Mikil rekistefna var á vellinum í Sevilla í meira en klukkutíma á meðan verið var að ákveða hvort leikurinn ætti að fara fram.
