Innlent

Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni

Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum.

Maður sem skaut úr haglabyssu í efribyggðum Reykjavíkur, í lok september, var kominn í Elliðaárdalinn þegar lögreglan náði að nálgast hann. Hann hótaði að svipta sig lífi og beindi byssunni í átt að lögreglumönnunum. Þeir náðu að yfirbuga manninn en ekki átakalaust því maðurinn náði að slá annan þeirra með byssuskeftinu. Síðasta föstudag var svo fíkniefnasali tekinn með fullhlaðna skammbyssu en slíkt hefur ekki áður gerst. Þetta segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, þróun sem lögreglumönnum hugnist illa. Páll segir dómsmálaráðherra ætli að beita sér fyrir bættu starfsumhverfi lögreglumanna. En ráðherra hefur tilkynnt sambandinu að hann leggja fram tillögu til lagabreytingar þess efnis að refsingar, vegna ofbeldis í garð lögreglumanna, verði þyngdar verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×