Serena Williams átti ekki í erfiðleikum með frönsku tenniskonuna Camille Pin í annari umferð opna ástralska meistaramótsins, eftir að hafa lent í vandræðum með lítt þekktan andstæðing sinn í þeirri fyrstu. Williams sigraði 6-3 og 6-1. "Þetta er nú aldrei eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera, en ég vann í nokkrum atriðum sem voru í ólagi hjá mér og eftir það var þetta allt annað líf," sagði Williams.
