Garðar Thór og Katherine Jenkins á ferð um Bretland 10. október 2006 15:00 Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/ Lífið Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/
Lífið Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira