Innlent

Umhverfisstofnun er misheppnuð að mati Ríkisendurskoðunar

Umhverfisstofnun þjónar ekki tilgangi sínum, samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Í úttektinni segir að hvorki hafi orðið faglegur né fjárhagslegur ávinningur hafi orðið við að fjórar stofnanir voru sameinaðar í Umhverfisstofnun árið 2003.

Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar segir að fyrir þessu séu aðallega tvær ástæður: Annars vegar hafi umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun ekki verið nægjanlega samstiga í afstöðu sinni til forgangsröðunar þeirra málefna sem stofnunin sinnir.

Hins vegar hafi stofnunin ekki nýtt sér til fullnustu möguleika sína að ná fram aukinni hagkvæmni, svo sem með auknu samstarfi sviða og markvissu verkbókhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×