Sport

Næsta keppni gæti markað nýtt upphaf

Michael Schumacher
Michael Schumacher AFP

Michael Schumacher segist vera mjög ánægður með þróun Ferrari-bílsins á síðustu vikum og á von á því að breski kappaksturinn um næstu helgi marki nýtt upphaf fyrir liðið.

Schumacher hefur nú hrist af sér fárið í kring um Mónakó-kappaksturinn á dögunum og er mjög bjartsýnn á gengi síns liðs á næstunni, þó hann sé nú 21 stigi á eftir heimsmeistaranum Fernando Alonso í stigatöflunni.

"Ég verð að segja að mér líst mjög vel á framhaldið og vinna liðsins er að skila góðu. Ég hef trú á því að breski kappaksturinn gæti orðið upphafið að góðu tímabili fyrir okkur. Við ættum að verða í stakk búnir til að keppa um sigurinn á Silverstone, því þetta er alltaf spurning um það hve vel liðið nær að þróa bílinn yfir tímabilið og sú vinna hefur verið að skila góðu fyrir okkur undanfarið," sagði Schumacher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×