Kjarabót hverra á þingmaðurinn við? Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar 17. mars 2006 06:00 Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun