Kalkofnsvegur var í morgun opnaður á ný eftir þrengingar síðustu daga og er nú tvær akreinar í hvora átt. Hann var á dögunum þrengdur þegar á milli Lækjargötu og Faxagötu þegar nýtt frárennslisrör var lagt samhliða Kalkofnsvegi að Hverfisgötu. Í framhaldinu verður rörið lagt þvert á Lækjargötu norðan við Hverfisgötu og er ráðgert að hefja þær framkvæmdir í næstu viku eftir því sem fram kemur á vef framkvæmdasviðs Reykjavíkurbogar. Framkvæmdirnar tengjast undirbúningi lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús.
Innlent