Erlent

Spilling í Írak kostar landið milljarða á ári

Fórnarlömbum skotárásar í Bakúba komið á bíl. Hluti fjárins sem nota á til uppbyggingar í Írak rennur í sumum tilvikum til uppreisnarmanna.
Fórnarlömbum skotárásar í Bakúba komið á bíl. Hluti fjárins sem nota á til uppbyggingar í Írak rennur í sumum tilvikum til uppreisnarmanna. MYND/AP

Spilling innan íröksku ríkisstjórnarinnar kostar landið milljarða dollara ári og hluti fjárins rennur til andófsmanna í landinu. Þetta segir Stuart Bowen, bandarískur erindreki sem hefur eftirlit með uppbyggingu í landinu.

Bowen segir allt að fjóra milljarðar dollara, jafnvirði um 280 milljarða króna, fara á aðra staði en ætlað sé á ári hverju í Írak, en það jafngildir um tíu prósentum af þjóðartekjum Íraka. Þá segir hann marga opinbera starfsmenn ekki hafa þekkingu til að úthluta fé sem meðal annars leiði til þess að peningar renni til baráttu uppreisnarmanna sem aftur leiði til þess að fleiri látist í landinu. Bowen hefur rannsakað spillingu í Írak síðastliðin tvö og hálft ári og meðal annars sent 25 mál til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hann hefur meðal annars komist að því að þúsundir vopna sem ætlaðar voru her og lögreglu landsins hafi horfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×