Viðskipti erlent

Danske Bank gerir risakaup í Finnlandi

Danski bankinn Danske Bank hefur keypt finnska bankann Sampo Bank fyrir 30,1 milljarða danskra króna eða rúmlega 352 milljarða íslenskra króna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur eftir Peter Straarup, forstjóra Danske Bank, kaupin í samræmi við stefnu bankans um starfsemi í Norður-Evrópu.

Danske Bank mun fjármagna um helming kaupanna með hlutafjáraukningu og en hinn helminginn með lánum.

Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir að Sampo Bank muni framvegis einbeita sér að tryggingastarfsemi.

Uppgjör Sampo Bank, sem er þriðji stærsti banki Finnlands, fyrir þriðja ársfjórðung var birt í morgun. Þar kemur fram að hagnaður bankans nam 335 milljónum evra eða 29,2 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra.

Hagnaður Danske Bank, sem er annar stærsti banki nam á sama tímabilin 3,7 milljörðum danskra króna eða 43,3 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 25 prósenta hækkun á milli ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×