Innlent

Viljayfirlýsing um fríverslunarviðræður undirrituð

Valgerður og Yu takast í hendur eftir að hafa undirritað viljayfirlýsinguna.
Valgerður og Yu takast í hendur eftir að hafa undirritað viljayfirlýsinguna. MYND/Utanríkisráðuneyti

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Yu Guangzhou aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína í Peking þar sem rædd voru tvíhliða samskipti ríkjanna og aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Kína á undanförnum misserum. Á fundinum var síðan undirrituð viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli ríkjanna og var ákveðið að þær myndu hefjast þegar í upphafi árs 2007.

Í gær opnaði utanríkisráðherra formlega fyrsta áfanga nýrrar hitaveitu í borginni Xian Yang í Shaanxi héraði. Hitaveitan er samstarfsverkefni Shaanxi Geothermal Energy og ENEX Kína, sem að standa Orkuveita Reykjavíkur, Glitnir og ENEX.

Síðar í dag heldur utanríkisráðherra til Shanghai, þar sem hún mun á morgun setja ráðstefnu nýstofnaðs samráðsvettvangs íslenskra fyrirtækja í Kína og verða jafnframt vistödd opnun nýrrar skrifstofu Glitnis. Glitnir er fyrsta íslenska fjármálafyritækið sem opnar skrifstofu í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×