Erlent

Óþekkt fórnarlömb flóðbylgjunnar lögð til grafar

Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, skoðar hér aðstæður í Taílandi.
Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, skoðar hér aðstæður í Taílandi. MYND/AP

Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að grafa lík um 500 fórnarlamba flóðbylgjunnar sem gekk yfir svæðið fyrir nærri tveimur árum. Hingað til hafa þau verið geymd í kælibílum í þeirri von um að einhver eigi eftir að bera kennsl á þau en vegna mikils kostnaðar við það var ákveðið að grafa líkin í sérstökum kirkjugarði sem stjórnvöld hafa búið til.

Hverri gröf verður gefið sérstakt númer sem tengt verður við erfðaupplýsingar, í von um að einhvern tíman verði hægt að bera kennsl á fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×