Tónlist

U2 í Japan

Hljómsveitin U2 hélt sína fyrstu tónleika í Japan í átta ár á dögunum.
Hljómsveitin U2 hélt sína fyrstu tónleika í Japan í átta ár á dögunum.

Írska hljómsveitin U2 hélt sína fyrstu tónleika í Japan í átta ár á dögunum. Spilaði sveitin fyrir framan tuttugu þúsund aðdáendur í Satiama Super Arena-höllinni skammt frá Tókýó.

Áður en Bono og félagar stigu á svið tóku þeir góðan tíma til að skrifa undir eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur sem höfðu beðið í margar klukkustundir fyrir utan höllina. Sagði Bono m.a. nokkur orð á japönsku fyrir aðdáendurna.

Bono nýtti einnig tækifærið fyrir tónleikana og hitti forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, og gaf honum m.a. forláta sólgleraugu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.