Innlent

Frumvarp um endurgreiðslur

Árni M. Mathiesen
Árni M. Mathiesen

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp þegar Alþingi kemur saman í haust til að leiðrétta þær skerðingar sem orðið hafa á vaxtabótum.

Um 10.000 færri einstaklingar fá vaxtabætur nú en í fyrra og helsta ástæðan er hækkun fasteignamats sem nemur allt að 35 prósentum árið 2005. Greiðslur vaxtabóta eru um 700 milljónum lægri nú en í fyrra samkvæmt álagningarseðlum yfirvalda en framteljendum fjölgar þó um 2,9 prósent á milli ára. Ráðherra ætlar að kanna hvort eðlilegt sé að greiða dráttarvexti af þeim vaxtabótum sem greiddar verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×