Innlent

Unnið eins hratt og kostur er

Dagný Jónsdóttir
Dagný Jónsdóttir

 Fátækt og úrræðaleysi einkenna aðstæður margra geðfatlaðra, að sögn Auðar Styrkársdóttur, talsmanns aðstandendahóps geðfatlaðra. Nú er búið að gera stórátak í búsetumálum fatlaðra en geðfatlaðir sitja eftir.

Sonur Auðar, sem á við geðsjúkdóm að stríða, getur farið í sjálfstæða búsetu eftir ár en þau úrræði eru ekki fyrir hendi nú.

Auður segir að skýrsla sem gefin var út um félagslegar aðstæður geðfatlaðra sýni að aðstæður þeirra séu í sumum tilfellum ekki boðlegar.

Geðdeildir LSH hafa hlaupið undir bagga og á Kleppspítala búa geðfatlaðir sem ættu í raun heima á sambýli.

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem fer fyrir verkefnisstjórn um uppbyggingu í þágu geðfatlaðra, segir að í stjórninnni sé búið að vinna mikið starf. Hún segir að nú liggi fyrir grófur rammi um þau búsetuúrræði sem komið verði á fót á tímabilinu 2006 til 2010.

Í tengslum við verkefnisstjórnina skipaði félagsmálaráðherra fimm manna ráðgjafarhóp sem unnið hefur að málefnum geðfatlaðra.

Dagný segir að fyrstu búsetuúrræðin fyrir geðfatlaða verði tilbúin á þessu ári. Ég er sátt við gang mála í nefndinni, segir Dagný og bætir við að þar sé unnið eins hratt og kostur sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×