Innlent

Tengivagnar verði bannaðir

Guðmundur Hallvarðsson
Guðmundur Hallvarðsson

Tengivagnar ættu að vera bannaðir við olíu- og vöruflutninga, að mati Guðmundar Hallvarðssonar, formanns samgöngunefndar Alþingis. Þetta verðum við að gera þar til vegakerfið er komið í staðlað form, og vegirnir verða sjö og hálfs metra breiðir, segir Guðmundur. Ef sjóflutningar lognast af verður að stoppa þessi ósköp þar til vegakerfið er komið í lag.

Sveitarfélög og ríki þurfa að taka á þessum hafnarmálum, því svona tengivagnar geta verið stórhættulegir, það þekkja allir sem hafa ekið um þjóðvegina, segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×