Innlent

Lýsir yfir miklum áhyggjum

Í rústunum Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna stendur í rústum skrifstofu samtakanna sem Ísraelar sprengdu á miðvikudag. Valgerður hvetur Ísraela til að binda endi á átökin strax.
Í rústunum Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna stendur í rústum skrifstofu samtakanna sem Ísraelar sprengdu á miðvikudag. Valgerður hvetur Ísraela til að binda endi á átökin strax.

 Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur skrifað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líbanon. Hvetur hún Ísraelsstjórn til að leita leiða til að binda enda á átökin strax.

Í bréfi sínu segir Valgerður Ísland hafa stutt Ísrael allt frá stofnun þess og tekið virkan þátt í að koma Ísrael inn í Sameinuðu þjóðirnar.

Ég vil gera það ljóst að sem þátttakandi í alþjóðasamfélaginu er Ísland sterklega á þeirri skoðun að vopnahlé skuli komið á án tafar og að eyðilegging Líbanon sé stöðvuð, skrifar hún. Einnig vil ég taka undir með öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, sem segja árás Ísraelsmanna á starfsmenn SÞ í Líbanon mikið áfall.

Hún segir Ísland gera sér grein fyrir að aðstæðurnar séu margslungnar og að Ísrael hafi brýna þörf fyrir að verja sig, en í ljósi þeirrar miklu eyðileggingar og þjáninga sem árásir Ísraela hafa valdið í Líbanon þurfi að leita leiða til að enda átökin án tafar.

Ísland hefur jafnframt lýst yfir stuðningi við yfirlýsingu Evrópusambandsins á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem þungum áhyggjum var lýst yfir versnandi stöðu mála í Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×