Erlent

Óvænt heimsókn

Mynd/AP

Rice kom óvænt til Beirút í morgun og var flogið með hana þangað frá Kýpur. Mikil leynd hvíldi yfir ferðaáætlun Rice og var ekki búist við því að hún myndi fyrst stíga fæti í Líbanon.

Rice átt fund með Fouad Siniora, forsætisráðherra. Eftir fundinn hrósaði Rice Siniora fyrir hugrekki og staðfestu. Hún sagði einnig mikilvægt að tryggja að Hizbollah liðar gætu ekki gert flugskeytaárásir af líbönsku landsvæði.

Deilt hefur verið um hvort réttast sé að gera kröfum um skilyrðislaust vopnahlé hið fyrsta líkt og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur krafist. Bush Bandaríkjaforseti og Blair forsætisráðherra Bretlands hafa ekki ljáð máls á því og ítrekaði Rice þá stefnu stjórnvalda í Washington á leið sinni til Beirút þegar hún sagði nauðsynlegt að tryggja vopnahlé á svæðinu en aðeins þegar ástandið væri ásættanleg eins og hún orðaði það.

Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði sídegis að erfitt yrði að framfylgja vopnahlé nú vegna átaka Ísarela og Hizbollah liða. Hann bætti því við að töluvert af hjálpargögnum myndi byrja að berast með skipum og þyrlum til Líbana á morgun.

Fjölmargir Líbanar komu saman í rústum Beirút-borgar í dag til að mótmæla heimsókn Rice. Þeir reyndu að brjóta sér leið að skrifstofu forsætisráðherrans en verðir og lögreglumenn komu í veg fyrir það. Íbúar í Líbanon telja alþjóðasamfélagið hafa bruðist sér með því að ekki hafi verið gerð skýr krafa um skilyrðislaust vopnahlé.

Rice heldur síðan til Ísraels í kvöld þar sem hún mun eiga fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. Barist hefur verið í Líbanon í dag en á þrettán dögum hafa rúmlega þrjú hundruð og sjötíu Líbanar og tæplega fjörutíu Ísraelar fallið í átökum og árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×