Erlent

Gefur 2.800 milljarða til góðgerðarmála

Warren Buffett ásamt Bill og Melindu Gates eftir að hann tilkynnti um gjöf sína. Mest fé rennur til sjóðs sem rekinn er af Gates-hjónunum.
Warren Buffett ásamt Bill og Melindu Gates eftir að hann tilkynnti um gjöf sína. Mest fé rennur til sjóðs sem rekinn er af Gates-hjónunum. MYND/AP

Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett, annar ríkasti maður í heimi, hefur ákveðið að gefa jafnvirði rúmlega 2.800 milljarða íslenskra króna til góðgerðarmála. Buffett hefur áður sagt að stærstum hluta auðæfa sinna yrði varið til góðra verka eftir dauða sinn.

Mikið hefur verið rætt um heilsufar milljarðamæringsins síðustu mánuði en hann er sjötíu og fimm ára. Ekki hefur þó komið fram að hann sé heilsuveill.

Framlagið sem um ræðir er bróðurparturinn af auðæfum Buffets en þau eru metin á jafnvirði 3.200 milljarða króna. Það skiptist milli fimm góðgerðarsamtaka en mest fé rennur til sjóðs sem rekinn er af Bill Gates og konu hans. Hver sjóðanna fimm fær fimm prósent af heildarframlaginu í júlí á hverju ári, næstu árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×