Látinn vinna launalaust 24. júlí 2006 07:15 Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“ Innlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“
Innlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira