Innlent

Eykst um fimm milljónir lítra

Reglugerð um greiðslumark mjólkur verðlags­árið 2006-2007 hefur verið birt. Greiðslumark mjólkur eykst um fimm milljónir lítra og er nú 116 milljónir lítra. Gangi allt eftir er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, þegar mjólkurframleiðsla var 120 milljónir lítra.

Samkvæmt mjólkursamningnum eru beingreiðslur ársins æpur þrír og hálfur milljarður að viðbættri verðtryggingu samkvæmt vísitölu neysluverðs, miðað við að grunnvísitala sé 230. Vísitala júlímánaðar 2006 er 263,1 sem þýðir að beingreiðslur á lítra eru að jafnaði 34,17 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×