Innlent

Litbyssumenn fremja skemmdarverk

Mynd/GVA

Skemmdarverk voru unnin á útivistarsvæðinu í Sólbrekkuskógi við Seltjörn á Reykjanesi um helgina. Búið er að brenna útikamar til kaldra kola, og skjóta úr litboltabyssum á eignir svo litaklessur og taumar eru um allt. Þá hefur verið kveiktur varðeldur í skóginum og skilin eftir sviðin jörð og sjá mátti leifar eftir flugelda á víð og dreif. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögreglu hefur verið tilkynnt um málið. Þeir sem þarna voru á ferð höfðu skilið ýmislegt eftir á svæðinu, t.d. þrýstihylki sem knýja litboltabyssurnar. Að sögn umsjónarmanna er Sólbrekkuskógur vinsælt útivistarsvæði á meðal fjölskyldufólks á Suðurnesjum, aðallega um helgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×